Aukin löggæsla samhliða markvissum áróðri besta leiðin

Aukin löggæsla samhliða markvissum áróðri er besta leiðin til að sporna við frekari fjölgun umferðarslysa á ári í landinu að mati Sigurðar Helgasonar, verkefnastjóra hjá Umferðarstofu. Þegar fjallað sé um ölvunarakstur í fjölmiðlum og með auglýsingum sé eftirlit með honum meira og þegar fjallað sé um hraðakstur þá sé að sama skapi hertara eftirlit með honum.

Sigurður segir að almenningur verði að þekkja sín takmörk í umferðinni og ökutækja sinna og vakna til meðvitundar um ábyrgð sína í umferðinni. Um 54% banaslysa urðu um helgi í fyrra og flest banaslys milli kl. 16 og 17 á daginn, þegar umferð er hvað þyngst yfir daginn.

Veður virðist ekki skipta eins miklu og halda mætti þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum og banaslysum í umferðinni, þar sem flest slys urðu í fyrra í júlí og ágúst.

Þetta kemur fram í skýrslu Umferðarstofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert