Grænmeti frá löndum utan ESB verður tollað á ný

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is
Tollar verða lagðir á nýjan leik á grænmeti sem flutt er til landsins frá löndum utan Evrópusambandsins og munu þeir leiða til hækkunar á verði þessara grænmetistegunda. Tollar af innfluttu grænmeti voru lækkaðir og felldir niður einhliða árið 2002.

Í nýgerðum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur er hins vegar ákvæði þar sem Íslendingar skuldbinda sig til að falla frá þeim einhliða og tímabundnu tollalækkunum á landbúnaðarvörum sem hrint var í framkvæmd 2002. Skv. samningnum verða tollfríðindi því eingöngu bundin við innflutt grænmeti frá löndum ESB en innflytjendur þurfa að framvísa upprunavottorðum.

Landbúnaðarráðuneytið hefur nú tekið ákvörðun um að fresta þessari breytingu fram til 1. júlí nk., til að veita andrými og skoða með hvaða hætti hægt er að útfæra breytinguna, eins og Guðmundur Helgason ráðuneytisstjóri orðaði það.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert