Stærsta farþegaþota í heimi yfir Reykjavík

A380 þotan yfir Vesturbænum.
A380 þotan yfir Vesturbænum. mbl.is/KGA

Airbus A380 þota flaug lágt yfir Reykjavík um klukkan tólf í dag, en vélin var að koma úr prófanaflugi í Keflavík. Tímasetning yfirflugsins yfir borgina var óljós og réðist af veðri og lokum prófananna. Kom vélin inn yfir vesturborgina og hélt austuryfir.

Þotur þessarar gerðar hafa alloft verið við æfingar á Keflavíkurflugvelli undanfarið, en þær hafa enn ekki verið teknar í notkun í farþegaflugi. Verður fyrsta vélin væntanlega afhent fyrsta viðskiptavininum, Singapore Airlines, síðar á þessu ári.

A380 er með farþegarými á tveim hæðum og getur tekið mest á níunda hundrað farþega.

„Listaverð“ á vélinn er um 300 milljónir Bandaríkjadala, eða um 20 milljarðar króna, þótt verðið geti verið breytilegt.

A380 getur tekið allt að 555 farþega, sé farþegarýminu, sem er á tveim hæðum, skipt í hefðbundin þrjú rými, en sé það allt gert að almennu farrými komast þar fyrir 853 farþegar.

Vélin er 72,8 metrar að lengd, og vænghafið er á við fótboltavöll. Flugþolið er tæpir 15.000 km, farflughraði 900 km á klukkustund, og eldsneytistankarnir taka tæplega 310.000 lítra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert