Ölgerðin kemur ekki að drykkjukeppni með neinum hætti

Ölgerðin segir það þvert á sína stefnu og viðhorf að …
Ölgerðin segir það þvert á sína stefnu og viðhorf að styðja drykkjukeppni. Reuters

Ölgerðin Egill Skallagrímsson segist ekki tengjast drykkjukeppni þeirri með neinum hætti, sem fjallað er um á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar segir frá drykkjukeppni sem haldin verður á skemmtistaðnum Pravda í kvöld, þar sem keppendur eiga að drekka tiltekið áfengismagn á sem skemmstum tíma.

Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að aðstandendur keppninnar hafi leitað eftir samstarfi við fyrirtækið en þeirri málaleitan hafi verið hafnað. „Eitt vörumerkja Ölgerðarinnar var hins vegar sett á kynningarefni tengt þessari uppákomu án leyfis og Ölgerðarinnar er getið sem aðstandanda. Þetta er bagalegt því uppákoman er í eðli sínu andstæð stefnu og viðhorfi Ölgerðarinnar til neyslu áfengra drykkja,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert