TaB af markaði

TaB.
TaB.

Vífilfell hefur hætt framleiðslu á TaB í tveggja lítra umbúðum og eru síðustu flöskurnar í þeirri stærð nú í verslunum. Eftir á að framleiða eina lotu til viðbótar af TaB í hálfs lítra umbúðum og verða þær væntanlega til í verslunum eitthvað fram eftir vori, allt eftir því hversu hratt gengur á birgðirnar. Eftir það verður framleiðslu á TaB hætt.

TaB kom fyrst á markað á Íslandi í maí árið 1982 og hefur því verið seldur hér í tæp 25 ár. TaB var fyrsti kaloríusnauði gosdrykkurinn sem Coca-Cola framleiddi en eftir því sem fleiri sykurlausir gosdrykkir hafa komið á markaðinn hefur hlutur TaB farið hægt og rólega minnkandi og er hann nú aðeins seldur í fáeinum löndum í heiminum. Frá þessu segir í tilkynningu frá Vífilfelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert