Alltaf staðið til að línur fari í jörðu

Línumannvirki næst íbúðabyggð Hafnarfjarðar verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennustöðvarinnar við Hamranes, ef samkomulag milli Landsnets og Alcan nær fram að ganga. Samkvæmt tilkynningu frá Alcan mun fyrirtækið bera kostnaðinn við breytingarnar en forsenda þess er að af stækkun álversins í Straumsvík verði.

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, kveðst ánægður með að samkomulag um þennan þátt sé í höfn en málinu sé þó ekki lokið fyrr en endanlegt umhverfismat liggi fyrir.

„Hins vegar er það svo að það hefur alltaf staðið til að línur í næsta nágrenni við spennistöðina við Hamranes og línur sem liggja þaðan inn til Hafnarfjarðar færu í jörðu. Það hefur lengi legið fyrir en það er hins vegar ekki nema vika síðan við sendum staðfestingu á því til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að við höfum náð samkomulagi um þetta,“ segir Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert