ESA sendir rökstutt álit um að Ísland hafi ekki tekið upp löggjöf um áburð

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að senda íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit um að Ísland hafi ekki innleitt reglugerð frá árinu 2003 um tilbúinn áburð eins og krafist sé í samræmi við EES-samninginn.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá ESA höfðu íslensk stjórnvöld frest til febrúar árið 2005 til að innleiða þessar reglur.

Rökstutt álit er annað stig málsmeðferðar þegar ESA telur að ríki hafi ekki uppfyllt ákvæði EES-samningsins. ESA getur vísað málinu til EFTA-dómstólsins ef Ísland svarar ekki álitinu með fullnægjandi hætti innan tveggja mánaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert