Kona kjörin formaður Félags sauðfjárbænda

Halldóra Björnsdóttir.
Halldóra Björnsdóttir. mbl.is/Örn Þórarinsson

Halldóra Björnsdóttir bóndi á Ketu á Skaga var kjörin formaður félags sauðfjárbænda í Skagafirði á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Hún er fyrsta konan til að gegna formennsku í félaginu í liðlega tuttugu ára sögu þess.

Kjósa varð tvívegis því í fyrstu atrennu, þegar allir félagsmenn voru í kjöri nema Smári Borgarsson, fyrrverandi formaður, fengu þrettán manns atkvæði en fjórir stóðu efstir með jafn mörg atkvæði. Þá var kosið aftur milli þessara fjögurra og þá hafði Halldóra betur en hinir sem allir voru karlmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert