Nærri 8200 hafa skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins

Alls hafa 8169 skrifað undir sáttmála um framtíð Íslands, sem Framtíðarlandið kynnti fyrir tíu dögum. Samtökin hvöttu þingmenn sérstaklega til að lýsa yfir stuðningi við sáttmálann og hefur 21 þingmaður af 63 skrifað undir hann.

Fram kemur í tilkynningu Framtíðarlandsins að einn af 11 þingmönnum Framsóknarflokks hafi skrifað undir, enginn þingmaður Frjálslynda flokksins, 15 af 19 þingmönnum Samfylkingar, allir 5 þingmenn VG og enginn af 23 þingmönnum Sjálfstæðisflokks.

Framtíðarlandið heldur opinn umræðufund í kvöld í Hafnarfjarðarleikhúsinu klukkan 20 þar sem fulltrúar flokkanna skýra afstöðu sína til Framtíðarsáttmálans, stóriðjuframkvæmda og umhverfismála almennt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert