Vörubíll með fullfermi valt í Heiðmörk

Þessi mynd var tekin í Heiðmörk fyrir skömmu er 300 …
Þessi mynd var tekin í Heiðmörk fyrir skömmu er 300 lítrar af olíu láku niður í jarðveginn. mbl.is/Árni Sæberg

Fulllastaður vörubíll valt á hliðina í Heiðmörk um klukkan tíu. Bílstjórinn var einn í bílnum og komst út af sjálfsdáðum. Hann var fluttur á slysadeild LSH lítið slasaður að mati varðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Bíllinn var á ferð er hann valt en ástæðan er ókunn. Lítil sem engin olía lak úr bílnum að sögn slökkviliðs og verktaki á staðnum kom bílnum á réttan kjöl skömmu eftir óhappið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert