Formaður MORFÍS óskar eftir því að Jakob Möller dragi ummæli sín til baka

Formaður MORFÍS, Brynjar Guðnason óskar eftir því að Jakob Möller dragi ummæli sín til baka en Jakob, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, gagnrýndi Sigurð Tómas Magnússon, settan ríkissaksóknara, í málflutningi gær og sagði að sóknarræða Sigurðar á mánudag og í gær hefði á löngum köflum verið full af „MORFÍS-brögðum".

Brynjar vill árétta vegna fréttar sem birtist á á mbl.is gær þar sem ummæli Jakobs komu fram að MORFÍS hvetur ekki né undirbýr menn á nokkurn hátt undir að snúa út úr eða gera réttarhöld að skrípaleik.

„Ummæli Jakobs vísa eingöngu til vanþekkingar á MORFÍS, enda er líklegt að hann hafi ekki séð slíka keppni í hartnær tuttugu ár.

Brynjar óskar eftir því að Jakob dragi þessi ummæli sín til baka," að því er segir í yfirlýsingu frá formanni MORFÍS.

MORFÍS er ræðukeppni nemenda framhaldsskólanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert