Mikill meirihluti vill að kaup á vændi verði refsiverð

Sjötíu prósent Íslendinga eru hlynnt því að kaup á vændi verði refsiverð, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent Gallup. 46,6% segjast mjög hlynnt því, og 23,4% frekar hlynnt því. Tuttugu prósent eru frekar eða mjög andvíg því að kaup á vændi verði refsiverð. Tíu prósent segjast hvorki hlynnt því né andvíg.

Mikill munur er á afstöðu kynjanna. Þannig segjst 82,5% kvenna hlynnt því að kaup á vændi verði refsiverð, en 11% eru því andvíg. Aftur á móti eru rúmlega 29% karla því andvíg, en 57% eru hlynnt því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert