Þakkar selspiki langlífi

Árný Þórðardóttir húsfreyja í Másseli í Jökulsárhlíð
Árný Þórðardóttir húsfreyja í Másseli í Jökulsárhlíð
Jökulsárhlíð

Árný Þórðardóttir, húsfreyja í Máseli í Jökulsárhlíð, varð 100 ára í gær. Árný er vel ern, gengur til allra heimilisstarfa og heldur sjón og heyrn undurvel.

Árný fæddist í Reykjavík 29. mars 1907 og voru foreldrar hennar Þórður Bjarnason og Guðfinna Kristjana Magnúsdóttir. Við tveggja ára aldur var Árný tekin í fóstur til hjónanna Sveins og Ingileifar í Fagradal í Vopnafirði og þar ólst hún upp. Árný flutti árið 1944 í Mássel með eiginmanni sínum Þórarni Guðjónssyni, en hann lést fyrir 11 árum. Þau eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi; Svanhvíti, Margréti Jónu, Guðleif Svein, Guðna, Þórð, Elínborgu, Elsu og Sunnu. Árný var að heiman á afmælisdaginn. Hún þakkar langlífið því að hafa snætt mikið af selspiki á unga aldri í Fagradalnum, sem og iðjusemi frá blautu barnsbeini.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert