Tæplega 6.000 Hafnfirðingar hafa greitt atkvæði í álverskosningunni

Mikil örtröð var á kjörstað í Íþróttahúsinu við Strandgötu þegar …
Mikil örtröð var á kjörstað í Íþróttahúsinu við Strandgötu þegar ljósmyndara mbl.is átti þar leið um. Hér sést einn kjósenda skila sínu atkvæði í kjörkassann. mbl.is/Brynjar Gauti

Klukkan 15 í dag höfðu 5.734 Hafnfirðingar mætt á kjörstað til þess að taka þátt í kosningu um stækkun álversins í Straumsvík. Kjörfundur hefur farið vel af stað og allt hefur gengið vel fyrir sig á kjörstöðum samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ.

Líkt og fram hefur komið er kosið um deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Kjörstaðir eru þrír; Áslandsskóli, Íþróttahúsið við Strandgötu og Víðistaðaskóli. Kjörfundur hófst kl. 10 og stendur til kl. 19.

Á kjörskrá eru 16.648 manns, 1195 kusu utankjörfundar.

Álver Alcan í Straumsvík.
Álver Alcan í Straumsvík. mbl.is/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert