Ungir jafnaðarmenn vilja að allir Íslendingar verði viðurkenndir

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, telja það mikil vonbrigði að frumvarpi til laga um íslenska táknmálið hafi ekki verið afgreidd sem lög á nýliðnu þingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hreyfingunni.

Þar segir jafnframt að það að alþingismenn geti ekki viðurkennt íslenska táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra Íslendinga sé til skammar fyrir land og þjóð. Þannig hafi ráðamenn þjóðarinnar kosið að hundsa þennan þjóðfélagshóp með því að rjúfa ekki þá einangrun sem hefur heft hópinn í langan tíma. Frumvarp þetta sé stórt skref í átt að bættum lífskjörum þess hóps sem talar íslenskt táknmál. „Það er von Ungra jafnaðarmanna að á komandi kjörtímabili hugi Alþingi að þessu mikilvæga máli sem oftar en ekki verður undir í umræðunni. Ungir jafnaðarmenn vilja viðurkenna rétt allra Íslendinga,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert