Yfir 10 þúsund höfðu kosið á kjörstað klukkan 18

Mikil þátttaka er í kosningunum í Hafnarfirði.
Mikil þátttaka er í kosningunum í Hafnarfirði. mbl.is/Brynjar Gauti

Klukkan 18 höfðu 10.017 íbúar í Hafnarfirði komið á kjörstað til að kjósa um skipulagstillögu, sem geri ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Á kjörskrá eru 16.648 manns en 1195 höfðu áður kosið utan kjörfundar. Gert er ráð fyrr fyrstu tölum úr kosningunni klukkan 19 eftir að kjörstöðum hefur verið lokað. Mikið af fólki var á kjörstöðum nú á sjöunda tímanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert