BYKO segir ásakanir Múrbúðarinnar tilhæfulausar

Verslun BYKO við Hringbraut.
Verslun BYKO við Hringbraut. Mbl.is/ Ómar

BYKO Segir, að ásakanir Múrbúðarinnar, um að BYKO veiti rangar, ófullnægjandi og villandi upplýsingar í auglýsingum séu með öllu tilhæfulausar. Segir BYKO, að auglýsingar Múrbúðarinnar gangi augljóslega gegn lögum um eftirlit með ótréttmætum viðskiptaháttum og hafi BYKO nú þegar falið lögmanni að undirbúa kæru á hendur Múrbúðinni vegna tilraunar hennar til að skaða BYKO og valda fyrirtækinu tjóni.

Segir BYKO, að Neytendastofu hafi í síðustu viku verið boðið að koma í fyrirtækið og fara í gegnum þúsundir tilboða sem komið hafa fram í auglýsingum undanfarin ár. Segir BYKO að það sé von fyrirtækisins, að Neytendastofa þiggi það boð og komist að raun um að BYKO hafi staðið heiðarlega að öllu sínu auglýsinga- og kynningarefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert