„Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, segir það fáránlegt að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands fari fram á föstudaginn langa og Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir það taktlaust með öllu.

Geir segir föstudaginn langa einn af örfáum helgidögum sem enn séu lögvarðir og því ekki ástæða til að brjóta á því. Oddur Eysteinn Friðriksson, umsjónarmaður keppninnar, segist ekkert sjá að þessu. „Ég sé ekkert óviðeigandi við að fyndnasti maður Íslands sé krýndur á sama degi og Kristur var krýndur sinni kórónu,“ segir Oddur. Frá þessu segir Fréttablaðið í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert