Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi

Ný skoðunarkönnun sýnir gott gengi Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Ný skoðunarkönnun sýnir gott gengi Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. mbl.is/Jim Smart

Í nýrri skoðunarkönnun sem Stöð tvö lét gera í Suðurkjördæmi kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað með 30,4%, Samfylking tapar einnig fylgi, fær 25,4% en heldur sínum þremur mönnum. Vinstri grænir fá 17,6% og tvo þingmenn en flokkurinn fékk engan þingmann í síðustu alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn missir einn mann og fær 16,7% og Frjálslyndir hljóta 6,3% og missa sinn eina mann.

Í þessari sömu könnun voru þeir sem tóku þátt spurðir hvort þeir væru hlynntir virkjunum í neðri hluta Þjórsár og voru 57% andvígir en 33% hlynntir.

Í kosningunum árið 2003 fékk Framsóknarflokkurinn 23,71% og tvo þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 29,19% og þrjá menn, Samfylking 29,67% og þrjá menn, VG 4,66% og Frjálslyndi flokkurinn 8,74% og einn þingmann.

Ný skoðunarkönnun sýnir gott gengi Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Ný skoðunarkönnun sýnir gott gengi Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert