Félagsmálaráðherra: Mikilvægt að tryggja rétt skuldara

mbl.is/Brynjar Gauti

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vill skoða kosti þess að setja sérstaka löggjöf um úrræði vegna greiðsluerfiðleika þar sem mikilvægt sé að tryggja skuldara samningsrétt, rétt til að halda eftir ákveðnu lágmarki tekna til að geta séð sér farborða og heimilisrétt sem tryggir húsnæði sem uppfyllir lágmarkskröfur.

Þetta kom fram í ávarpi ráðherra á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna í morgun. Þá lýsti félagsmálaráðherra því yfir að hann vildi beita sér fyrir áframhaldandi starfsemi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Samkvæmt upplýsingum félagsmálaráðuneytisins hefur Magnús rætt hugmyndir sínar um réttskuldara við viðskiptaráðherra en hann skipaði nefnd þann 5. mars síðastliðinn til að vinna drög að frumvarpi til sérstakra laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Samkvæmt skipunarbréfi á nefndin að hafa hliðsjón af norrænni löggjöf og reynslu af lagaframkvæmd um sambærileg úrræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert