Ók á gangandi mann og flutti hann síðan á sjúkrahús

Ökumaður ók fyrst á gangandi vegfarenda og ók honum síðan …
Ökumaður ók fyrst á gangandi vegfarenda og ók honum síðan á sjúkrahús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekið var á gangandi vegfaranda á gönguljósum á Miklubraut austan við Lönguhlíð um klukkan 18. Umferð var stöðvuð við ljósin er vegfarandi um tvítugt gekk yfir á rauðu gönguljósi er fólksbíll sem kom akandi eftir strætisvagnaakreininni keyrði á hann. Vegfarandinn skall fyrst á vélarhlíf bílsins og gerði síðan gat á framrúðu hans og kastaðist þvínæst yfir bílinn.

Er lögregla kom á slysstað voru bæði vegfarandinn og bílstjórinn horfnir þaðan en ökumaður hafði ekið fórnarlambi sínu á slysadeild LSH þar sem gengið var úr skugga um að meiðsl hans voru ekki alvarleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert