Hlíðin kom niður í heilu lagi

Árabátur við rafstöðina á Sauðárkróki mokaður upp.
Árabátur við rafstöðina á Sauðárkróki mokaður upp. mbl.is/ÞÖK

Ljóst er að gífurlegt tjón varð á húsum við Lindargötu á Sauðárkróki þegar aurskriða féll þar í morgun. Þetta gerðist þegar háspennustrengur fór í sundur og við það kom mikið högg á rafala í Gönguskarðsárvirkjun sem slógu út. Við það fylltist aðveitustokkurinn af vatni og á endanum sprakk stokkurinn og vatn, aur og leðja niður á Lindargötu.

Margrét Björnsdóttir, íbúi í einu húsinu sagði við Morgunblaðið, að fólk hafi ekkert vitað hvað var að gerast. „Fyrst fór rafmagnið af og síðan heyrðust ógurlegar drunur og svo kom hlíðin bara niður," sagði Margrét.

Hreinsunarstarf hefur staðið yfir í dag og hefur m.a. verið dælt um 20 þúsund lítrum af vatni og aur úr einum kjallaranum. Allt að 8 hús hafa orðið fyrir skemmdum, mismiklum. Dælt hefur verið úr kjöllurum, parket rifið upp og út um allt eru ónýt húsgögn og heimilistæki sem borin hafa verið út.

Fram kemur á fréttavefnum Skagafirði.com að sögufræg hús hafi skemmst mikið. Kjallari Villa Nova fylltist af vatni en þar eru geymd skjöl og fundargerðabækur sem tengjast sögu hússins. Þá varð mikið tjón á elsta húsi bæjarins sem nýverið var hafist handa við að gera upp.

Séð yfir svæðið sem aurinn rann yfir.
Séð yfir svæðið sem aurinn rann yfir. mbl/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert