Flestir telja að Ísland verði komið í ESB árið 2050

Meirihluti landsmanna telur að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið …
Meirihluti landsmanna telur að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2050. mbl.is/GSH

Mikill meirihluti Íslendinga telur, að árið 2050 verði Ísland komið í Evrópusambandið, um fjórðungur telur að svo verði ekki og um 3% telur að Evrópusambandið verði þá ekki lengur til. Þá telur meirihlutinn, að umhverfismál verði eitt aðal viðfangsefni stjórnmálanna um miðja öldina.

Þetta kemur m.a. fram í könnun, sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins um framtíðarviðhorf Íslendinga og lögð var fram á ársfundi samtakanna í dag. Í könnuninni voru 1350 manns á öllu landinu spurðir ýmissa spurninga og sömuleiðis aþingismenn, stjórnendur fyrirtækja, listamenn og fleiri sem hafa áhrif á þjóðfélagsumræðu.

Almennt er mikill samhljómur er í afstöðu almennings og áhrifavalda. Þannig telur meirihlutinn, að Ísland verði í 1. eða 2. sæti i lífskjaramati Sameinuðu þjóðanna árið 2050. Mikill meirihluti telur, að rafrænar kosningar til þings- og sveitarstjórna og um stærri mál hafi verið innleiddar í því skyni að styrkja lýðræðið, að innflutningur landbúnaðarafurða verði orðinn frjáls í meginatriðum og að lækning hafi fundist við minnissjúkdómum sem hrjá aldraða eins og Alzheimer.

Undantekning er þó að þátttakendur úr röðum áhrifavalda telja að konum í röðum stjórnenda í atvinnulífinu fjölgi meira en þátttakendur úr röðum almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert