Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. mbl.is/Júlíus

Enginn hefur verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans vegna reykeitrunar vegna eldsvoða í húsum í Austurstræti og Lækjargötu. Um 70 slökkviliðsmenn sem kallaðir voru út um tvöleytið í dag, berjast enn við eldinn. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fékk aðstoð frá Slökkviliði Reykjanesbæjar.

Vitað er um gaskútageymslu á þaki eins hússins sem kviknaði í en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, var allt reynt til að kæla kútana og hefur það gengið vel.

Slökkvistarf gengur ágætlega en enn er ekki vitað um eldsupptök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert