Þorsteinn: Mun hugsanlega kaupa mér vetnisbíl

Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tekur við tilnefningunni …
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tekur við tilnefningunni í símtali frá Moskvu. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, mun hljóta 10 milljón rúbla verðlaun, sem samsvarar um 27 milljónum íslenskra króna, í tengslum við Alheimsverðlaunin Global Energy International Prize fyrir rannsóknir sínar í orkumálum. Þorsteini var tilkynnt um að hann hlyti verðlaunin í símasamtali frá talsmanni rússnesku vísindaakademíunnar í Moskvu í dag en verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir.

Þorsteinn, sem hlýtur verðlaunin fyrir vetnisrannsóknir, er einn þriggja verðlaunahafa í ár og hlýtur hann helming verðlaunafjárins sem ætlað er til persónulegra nota. Þorsteinn sagði við hátíðlega athöfn í rússneska sendiráðinu í morgun að hugsanlega muni hann nota peningana til að kaupa sér vetnisbíl.

Hann mun taka formlega við verðlaununum úr hendi Vladimirs Putins Rússlandsforseta í Pétursborg í júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert