Fyrrum brunamálastjóri segir eldvarnareftirlit hafa brugðist

Bergsteinn Gizurarson, fyrrverandi brunamálastjóri, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að það standist ekki að brunavarnir hafi verið í lagi í húsunum sem brunnu í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Hefði brunahólfun verið í lagi hefði eldurinn ekki borist jafn hratt á milli húsa og raun bar vitni og því sé ljóst að eldvarnareftirlit hafi brugðist.

Bergsteinn, sem var brunamálastjóri í 15 ár, segist ekki taka þau rök gild að erfitt sé að koma upp nægilega góðum brunavörnum í þetta gömlum timburhúsum. Slíkum húsum sé eins og öðrum hægt að skipta niður í brunahólf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert