Danskir svínakjötsframleiðendur ætla inn á íslenskan markað

Danskt svínakjöt á leiðinni til Íslands ?
Danskt svínakjöt á leiðinni til Íslands ? AP

Danska stórfyrirtækið Danish Crown undirbýr nú innrás á íslenskan markað með svínakjöt. Þetta hefur Bændablaðið eftir hinu danska Landbrugsavisen. Þar segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi átt góðan fund með fólk úr íslenskum matvælaiðnaði og hafi þeir komið af honum fullir bjartsýni.

Landbrugsavisen segir eftir forsvarsmönnum Danish Crown að útflutningur til Íslands hafi verið erfiðleikum bundinn vegna flókinna tollkvóta en nú stefni Danish Crown að því að verða fyrsta fyrirtækið sem selur svínakjöt til Íslands. Haft er eftir Henrik Rosbjerg talsmanni fyrirtækisins að góðir möguleikar séu á að selja vörur úr svínakjöti sem Íslendingar framleiði ekki sjálfir og nefnir þar einkum afurð sem á ensku nefnist Tender Pork.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert