Pétur Pétursson þulur látinn

Pétur Pétursson þulur.
Pétur Pétursson þulur. mbl.is/Eggert

Pétur Pétursson þulur lést í gær, 88 ára að aldri, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Pétur fæddist á Eyrarbakka, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar, skólastjóra og Elísabetar Jónsdóttur.

Fram kom að Pétur stundaði nám í Svíþjóð og Bretlandi á fjórða áratug síðustu aldar og starfaði m.a. við Útvegsbankann í Reykjavík. Hann varð þulur við Útvarpið árið 1941 og starfaði þar til 1955. Eftir það starfaði hann við verslunarrekstur í Reykjavík og var m.a. forstöðumaður skrifstofu skemmtikrafta. Pétur kom aftur til starfa við Útvarpið 1970 og vann þar meðan aldur leyfði.

Pétur skrifaði fjölda greina um ýmis málefni í blöð og tímarit, þar á meðal í Morgunblaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert