Söluturnar tregir til að lækka sælgætisverð

Neytendasamtökin hafa fylgst með því hvort verð á sælgæti og gosdrykkjum hafi lækkað í söluturnum á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lækkun á virðisaukaskatti 1. mars. Segja samtökin að niðurstaðan hafi valdið miklum vonbrigðum því aðeins 6 verslanir af 64 sem skoðaðar voru hafi skilað virðisaukaskattslækkuninni til viðskiptavina sinna.

Umræddar sjoppur eru Bónusvídeó við Lækjargötu Hafnarfirði, Nesti, Select, STÁ Video við Kársnesbraut Kópavogi, Uppgrip, og Víkivaki við Laugaveg í Reykjavík.

17 söluturnar fengu einkunnina sæmilegt en 28 sjoppur fengu einkunnina ófullnægjandi og 12 fengu falleinkunn eða 19%. Engin verðlækkun hafði orðið í Aðalhorninu við Barónsstíg, Grandakaffi, Sælgætis- og vídeóhöllinni við Garðatorg, Söluturninum Bæjarhrauni í Hafnarfirði og Trisdan við Lækjartorg.

Neytendasamtökin könnuðu verð í 64 söluturnum og bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu í lok febrúar og aftur í apríl. Kannað var verð á 300 vörutegundum. Í sjö verslunum var síðari verðkönnunin ekki heimiluð. Þessar verslanir voru Í eftirfarandi sjö sjoppum var seinni verðupptaka ekki heimiluð: Biðskýlið við Kópavogsbraut, Bitahöllin við Stórhöfða, Holtanesti við Melabraut, Ís Café við Vegmúla, Nesbitinn á Eiðistorgi, Söluturninn Toppurinn við Síðumúla og Texas við Veltusund.

Heimasíða Neytendasamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert