Fíkniefnahundur fann hass í bíl

Fíkniefnahundurinn Bea, sem er í eign lögreglunnar á Selfossi, vann fyrir beininu sínu í vikunni þar sem hún var við þjálfun í Fjarðabyggð ásamt þjálfurum sínum, Jóhönnu Eyvinsdóttur og Steinari Gunnarssyni, yfirþjálfara ríkislögreglustjóraembættisins.

Lögreglumenn á Eskifirði höfðu í almennu eftirliti stöðvað bíl og lék grunur á fíkniefni væru í bílnum. Lögreglumennirnir færðu ökumanninn og bifreiðina á lögreglustöð og hundateymið var kallað til aðstoðar. Við leit í bílnum var Bea notuð og fann hún afar fljótt um það bil 29 grömm af hassi.

Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hins grunaða manns en honum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert