Hjálparstarf kirkjunnar fær styrk til hjálparstarfs í Úganda

Hjálparstarf kirkjunnar hefur fengið 6,5 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita flóttamönnum í Norður-Úganda neyðaraðstoð.

ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að, hyggst veita aðstoð í fimm héruðum landsins. Felst aðstoðin í því að veita skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunnheilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum.

ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna gerir ráð fyrir að veita flóttafólki í fimm héruðum landsins neyðaraðstoð en þar er þörfin gríðarleg. Héruðin eru: Katakwi, Amuria, Pader, Kitgum og Adjumani.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert