Spáð allt að 20 stiga hita á Norður- og Austurlandi

Í morgun var 10-15 metrar á sekúndu af suðaustan við suðvesturströndina, en annars 3-8 m/s. Víða var skýjað á landinu og sums staðar súld, en léttskýjað á Austurlandi. Hiti var 4 til 11 stig, svalast á Fonti. Áfram er spáð suðaustanátt í dag. Á sunnanverðu landinu verður skýjað og úrkomulítið en léttir til fyrir norðan. Hiti verður yfirleitt 10-15 stig en allt að 20 stigum á Norður- og Austurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert