Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB

Systembolaget eru ríkisreknu áfengisverslunirnar í Svíþjóð. Þær geta varla getur …
Systembolaget eru ríkisreknu áfengisverslunirnar í Svíþjóð. Þær geta varla getur keppt lengur við ótakmarkað magn af vínanda sem Svíar mega koma með til landsins frá hinum ESB-löndunum MYND/ÓÓ

Ný rannsókn Stokkhólmsháskóla sýnir að sænskum konum sem deyja vegna áfengisneyslu hefur fjölgað um 25% frá árinu 1997. Sænskum karlmönnum sem látist hafa vegna áfengisneyslu fjölgaði um 10% á sama tímabili. Rannsóknin sýnir fylgni á milli áfengistengdra dauðsfalla og inngöngu Svía í ESB. Fyrir inngönguna hafði sænska ríkið algjöra einokun á áfengisverslun í landinu og hefur enn. Nú mega Svíar hinsvegar taka með sér nánast ótakmarkað magn af vínanda.

Sænskum karlmönnum sem hafa greinst með skorpulifur, hefur fjölgað um 10% á tímabilinu en konum með skorpulifur hefur fjölgað um 15%. Fimm karlmenn og tvær konur af hverjum hundrað þúsund íbúum í Svíþjóð deyja af völdum skorpulifur.

Í kjölfar niðurstaðanna hefur heilbrigðisráðherra Svía, María Larsson, lýst því yfir að nauðsynlegt sé að herða takmarkalausan innflutning borgaranna á alkóhóli frá öðrum ESB-löndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert