Hvetja skattayfirvöld til að skoða skattskil söluturna

Neytendasamtökin ítreka kröfu sína til þeirra, sem reka söluturna sem ekki hafa lækkað verð í samræmi við lækkun á virðisaukaskatti og vörugjaldi, að gera það án tafar. Að öðrum kosti hvetji Neytendasamtökin skattayfirvöld að skoða skattskil þessara verslana og ekki verði hjá því komist að íhuga hvar pottur sé brotinn þegar svo stór hluti sjoppueigenda telji þetta mikla lækkun á virðisaukaskatti ekki koma rekstri sínum við.

Í verðkönnun Neytendasamtakanna, sem fyrst var birt 24. apríl, var verð kannað í 64 söluturnum og bensínstöðvum. Niðurstaðan er sú, að sögn Neytendasamtakanna, að 6 sjoppur hafa skilað virðisaukaskattslækkun að fullu til neytenda en 18 fá einkunnina sæmilegt. 34 sjoppur fá einkunnina ófullnægjandi og 6 fá falleinkunn eða 9,4%. Þannig höfðu 62,5% af þessum sjoppum lækkað verð óverulega eða alls ekki.

Heimasíða Neytendasamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert