Almannahagsmunir ráði för

Nokkur hundruð manns tóku þátt í kröfugöngu á Akureyri í …
Nokkur hundruð manns tóku þátt í kröfugöngu á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti

Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði í 1. maí ræðu á Akureyri í dag að tryggja yrði stöðugleika í efnahagslífinu, ná yrði niður vöxtum og verðbólgu og útrýma fátækt. Koma yrði í veg fyrir klofning í þjóðfélaginu og hann hvatti til umburðarlyndis í umræðunni um erlent verkafólk.

Hann sagði að umburðarlyndið yrði að ná til allra, líka þeirra sem vöruðu við ofþenslu á vinnumarkaði. Ögmundur beindi orðum sínum til auðmanna og sagði að frelsið væri ekki bara fyrir hinn fjáða:

„Þeir sem í krafti auðs taka sér völd og beita í eigin þágu gegn samferðamönnum sínum láta virðinguna fyrir því sem lýðræðissamfélagið hvílir á lönd og leið, beita valdi þar sem ætti að taka tillit til annarra, hunsa skoðanir minnihluta þegar þeir ættu að taka tillit til hans; Þeir sem þannig haga sér gera sér ekki grein fyrir hvaða frið þeir eru að slíta í sundur. Þess vegna segi ég: Þeir eru óupplýstir. Þeir halda að frelsið – þetta margbreytilega hugtak – það sé fyrir þá, og þá eina. Þeir halda að frelsið sé réttur þeirra til að ráða. Þeir halda að frelsið sé bara fyrir hina fjáðu. En þeir ekki ekki frelsið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert