Norska útlendingastofnunin í viðbragðsstöðu vegna Rúmena

Norska útlendingastofnunin kannar hvort íslensk lögregluyfirvöld geti sent ferðamenn frá Rúmeníu til Noregs án þess að tryggja þeim far alla leið til síns heimalands. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að þetta væri gert vegna frétta um að hópur betlara frá Rúmeníu komi með flugi frá Íslandi til Noregs í dag og að aðrir hafi verið sendir fyrr í vikunni.

Útvarpið sagði, að fólkið muni hafa komið frá Noregi til Íslands sem ferðmenn og um heimsendingu ferðmanna gildi aðrar reglur en um flóttafólk. Haft var eftir talsmanni útlendingastofnunar í Noregi, að það sé í hæsta máta undarlegt að yfirvöld á Íslandi sendi rúmenska betlara til Noregs án þess að sjá til þess að þeir komist til síns heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert