Skýrsla vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram

Tillaga THG arkítekta að ásýnd álvers Norðuráls í Helguvík.
Tillaga THG arkítekta að ásýnd álvers Norðuráls í Helguvík.

Skipulagsstofnun hefur fengið í hendur frummatsskýrslu Norðuráls Helguvíkur sf. vegna mats á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík, Sveitarfélaginu Garði og Reykjanesbæ, með ársframleiðslu allt að 250.000 tonn.

Allir geta kynnt sé frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, á skrifstofu Sveitarfélagsins Garðs á bókasafni Reykjanesbæjar og bókasafni Gerðahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Einnig er hægt að nálgast skýrsluna á netinu.

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, skipulags- og byggingarnefndar varnarsvæða, Byggðastofnunar, Fornleifaverndar ríkisins, Hafrannaóknastofnunarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Siglingastofnunar, Umhverfisstofnunar og Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 28. júní 2007 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert