Jón Bjarnason óskar eftir fundi um um stöðuna á Flateyri

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur sent 1. þingmanni Norvesturkjördæmis, Sturla Böðvarssyni, bréf þar sem þess er óskað að kallað verði til fundar þingmanna kjördæmisins til að fara yfir þá stöðu sem komin er upp á Flateyri með sölu á veiðiheimildum og lokun Kambs. Segir í bréfinu að ljóst sé að stefna stjórnvalda í sjávarútvegsmálum og ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar bíti nú atvinnulíf og búsetukjör Flateyringa og að framtíð annarra sjávarbyggða á Vestfjörðum sé einnig í húfi ef ekkert verði að gert.

Þá segir í bréfinu að þingmenn Vinstri grænna hafi ítrekað varað við afleiðingum þessarar stefnu og ekki síst í nýlokinni kosningabaráttu en að „einstakir stjórnarþingmenn og ráðherrar láti svo í fjölmiðlum líkt og þetta komi þeim á óvart.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert