Gleymdist að gera kröfu um refsingu

Maður, sem játaði á sig tilraun til innbrots og þjófnaðar, fær ekki refsingu vegna þess að ákæruvaldinu láðist að gera kröfu um refsingu þegar ákært var í málinu.

Maðurinn hafði spennt upp glugga í húsi við Ósabakka í Reykjavík nú í mars þegar hann var staðinn að verki. Maðurinn játaði brot sitt þegar ákæran var þingfest.

Í dómnum kemur fram, að við yfirferð dómara á ákæru eftir dómtöku málsins, hafi komið í ljós að í ákærunni var ekki gerð krafa um refsingu og þar sem engin refsikrafa hafi verið gerð í málinu verði manninum ekki gerð refsing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert