Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu

Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson verða ráðherrar í nýrri …
Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. mbl.is/Golli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn, en Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður mun stýra innra starfi flokksins.

Kristján Möller verður samgönguráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra.

Gert er ráð fyrir að er fram líða stundir verði félagsmálaráðuneytinu breytt í ráðuneyti velferðarmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert