Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip

Sturla Böðvarsson afhendir Kristjáni L. Möller lykla að samgönguráðuneyti.
Sturla Böðvarsson afhendir Kristjáni L. Möller lykla að samgönguráðuneyti. mbl.is/RAX

Sturla Böðvarsson afhenti Kristjáni L. Möller lyklavöldin að samgönguráðuneytinu síðdegis í dag. Sagðist Sturla ætla að sjá um að koma öllu í gegnum þingið sem kæmi frá samgönguráðuneytinu, en Sturla tekur við embætti forseta Alþingis þegar þing kemur saman á ný í næstu viku. Kristján sagðist líka gjarnan vilja eiga Sturlu að í þeirri vinnu, sem biði í ráðuneytinu.

Sturla sagði að unnið væri eftir langtímaáætlun í fjarskiptum og samgöngum. „Þetta er eins og stórt skip sem siglir um hafið og það tekur nokkurn tíma að snúa því, þannig að ég vona að þér gangi vel að vinna eftir stefnunni frá mér," sagði Sturla.

Kristján sagði, að þótt þeir hefðu stundum hefðu þeir þó í raun verið sammála um flest „Ég tek við góðu búi og mikilli áætlun, þetta er skriðþungt skip sem verður drekkhlaðið næstu árin og vonandi kemst það heilt í höfn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert