Héðinn Steingrímsson hefur náð stórmeistaraáfanga

Héðinn Steingrímsson
Héðinn Steingrímsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson (2482 stig) mætir skoska stórmeistaranum Jonathan Rowson (2594 stig) í níundu og síðustu umferð Capo d'Orso-mótsins, sem fram fer á morgun í Sardinínu á Ítalíu. Héðinn er efstur á mótinu með 7 vinninga. Þar með er ljóst að Héðinn hefur náð sínum fyrsta stórmeistaraáfanga burtséð frá því hvernig skákin gegn Rowson fer. Þetta er fyrsti stórmeistaraáfangi Héðins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert