Stálu biblíu og sálmabók úr kirkju

Frá Krísuvík.
Frá Krísuvík.

Tveir menn stálu biblíu og sálmabók úr Krísuvíkurkirkju en þeir voru handteknir fyrir austan fjall skömmu eftir þjófnaðinn. Bækurnar voru síðan sendar á svæðisstöðina í Hafnarfirði og í dag gengu tveir lögreglumenn á fund sóknarprestsins þar og komu þeim til skila.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var presturinn að vonum ánægður með að fá biblíuna og sálmabókina aftur í hendur en guðsþjónusta verður í Krísuvíkurkirkju á hvítasunnudag klukkan 14.

Fyrir greiðann var lögreglumönnunum tveimur síðan boðið til bænastundar. Að henni lokinni héldu laganna verðir áfram störfum sínum léttir í lund enda búnir að fá andlega upplyftingu hjá prestinum, segir í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert