Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd

Að endurnefna sveitarfélagið „Kántrýbærinn Skagaströnd“ kom einnig til umræðu.
Að endurnefna sveitarfélagið „Kántrýbærinn Skagaströnd“ kom einnig til umræðu.

Hreppsnefnd Höfðahrepps lét kanna hug íbúanna til nafnabreytingar á sveitarfélaginu. Stór meirihluti vildi breyta nafninu í Sveitarfélagið Skagaströnd. Að endurnefna sveitarfélagið „Kántrýbærinn Skagaströnd“ kom einnig til umræðu.

Fram kemur í fréttatilkynningu að í nýafstöðnum alþingiskosningum hafi hreppsnefnd Höfðahrepps látið kanna hug íbúa sveitarfélagsins til nafnabreytingar á sveitarfélaginu. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að hyggilegt gæti verið að breyta nafni sveitarfélagsins í Skagaströnd, sem er þekktara nafn en Höfðahreppur. Þannig mætti samræma nafn sveitarfélagsins og eina þéttbýliskjarna svæðisins.

Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var afgerandi. Samkvæmt bréfi frá kjörstjórn Höfðahrepps voru alls 380 á kjörskrá, en af þeim greiddu 258 einstaklingar atkvæði eða 67.9 prósent. Af þeim sem greiddu atkvæði vildu 73.6 prósent að ráðist yrði í nafnabreytinguna, en 23.3 prósent lögðust gegn henni. Spurningin var svohljóðandi:

Vilt þú að nafn sveitarfélagsins verði:

  1. Höfðahreppur (óbreytt)
  2. Sveitarfélagið Skagaströnd
Í ljósi niðurstöðunnar mun hreppsnefndin nú taka bréfið frá kjörstjórninni til umfjöllunar á næsta fundi sínum. Í framhaldi af þeim fundi má gera ráð fyrir að sveitarstjórnin taki ákvörðun um að breyta nafni sveitarfélagsins, í samráði við félagsmálaráðuneytið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert