Ellefu tonn á stöng við Eyjar

Börnin fengu smá fræðslu um lifnaðarhætti steinbíta.
Börnin fengu smá fræðslu um lifnaðarhætti steinbíta. mbl.is/GSH

Margir biðu á Binnabryggju í Vestmannaeyjum þegar þátttakendur í sjóstangveiðimóti komu inn í dag. Mótið fór fram í gær og dag. 36 keppendur voru í mótinu á níu bátum og var aflinn þokkalegur, eða um 5,5 tonn hvorn dag. Veðrið var þokkalegt þótt einhverjir kvörtuðu yfir brælu.

Alls eru átta mót í árlegri Íslandsmótaröð í stangveiði og var mótið í Vestmannaeyjum annað í röðinni. Það fyrsta var Reykjavíkurmótið, sem raunar fór fram á Patreksfirði.

Margir fylgdust með þegar keppnisbátarnir komu í höfn í Vestmannaeyjum.
Margir fylgdust með þegar keppnisbátarnir komu í höfn í Vestmannaeyjum. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert