Íbúðir á Vellinum aftur til sýnis

Forsvarsmenn Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, ætla að sýna íbúðir til leigu á Keflavíkurflugvelli aftur á fimmtudaginn 31.maí. Þegar íbúðirnar voru sýndar sunnudaginn 20. maí komu um 15 þúsund manns til að berja íbúðirnar og aðstöðu á gamla varnarliðssvæðinu augum.

Á vef Keilis kemur fram að vegna mikillar eftirspurnar verði leikurinn endurtekinn og áhugasömum leigjendum boðið upp á að skoða íbúðirnar fimmtudaginn 31. maí milli klukkan 13 og 16.

Víkurfréttir hafa eftir forsvarsmönnum Keilis að ekki sé von á sama fjölda og síðast og að frekar sé nú búist við námsmönnum sem ætla sér að leigja íbúðirnar í væntanlegu háskólasamfélagi á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert