Stórslysalaus umferðarhelgi

Umferð var þung á Vesturlands- og Suðurlandsvegi í gær, þegar ferðalangar héldu heim á leið eftir hvítasunnuhelgina. Varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ánægður með helgina sem að hans sögn gekk stórslysalaust fyrir sig.

Umferð tók að þéttast upp úr hádegi í gær og náði hámarki um miðjan dag. Hún fór svo að minnka jafnt og þétt um kvöldmatarleytið. Hraðakstur var ekki mikill í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem var með hraðamælingarhjól bæði á Vesturlands- og Suðurlandsvegi.

Talsvert um hraðakstur

Að sögn lögreglu á Borgarnesi og Blönduósi gekk umferðin stórslysalaust fyrir sig, þótt talsvert hafi verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Borgarnesi í gær og einn hafi verið tekinn grunaður um vímuakstur. Varðstjórar á Selfossi og Hvolsvelli hafa sömu sögu að segja; mikið var af ferðafólki í umdæmum þeirra um helgina og umferðin þar þétt, en stórslysalaus. Varðstjóri á Selfossi segir að gríðarlega mikið af fólki hafi verið í uppsveitum Árnessýslu, bæði á tjaldstæðum og í bústöðum, en aðkomumenn hafi nær undantekningalaust hegðað sér skikkanlega, bæði hvað varðar ölvunarakstur og hraðakstur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert