Í gæsluvarðhald vegna ráns

Hæstiréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að maður, sem framdi rán í verslun í Kópavogi sl. mánudagsmorgun, sæti gæsluvarðhaldi til 25. júní. Daginn áður en maðurinn framdi ránið var hann látinn laus úr fangelsi þar sem hann afplánaði hluta fangelsisdóms fyrir þjófnað.

Héraðsdómur Reykjaness hafði áður hafnað kröfu lögreglu um gæsluvarðhald en Hæstiréttur segir að fram sé kominn rökstuddur grunur um maðurinn hafi eftir að sá úrskurður var kveðinn upp gerst sekur um tilraun til þjófnaðar og fíkniefnalagabrot auk þess sem lögregla mun hafa handtekið hann í morgun vegna gruns um þjófnað og akstur undir áhrifum vímuefna. Þessi brot varði fangelsisrefsingu ef sök sannast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert