Lækjartorg, Stjórnarráð og Bernhöftstorfan myndi sterka heild

Lögð verður áhersla á að götumynd við Lækjartorg haldi sér …
Lögð verður áhersla á að götumynd við Lækjartorg haldi sér við nýtt skipulag mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Til stendur að halda arkitektakeppni um skipulag Lækjartorgsreitsins á næstu vikum. Skipulagið tekur m.a. til reitanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2, þar sem mikill bruni varð fyrir skömmu, en einnig til Hressingarskálans og Strætóhússins á Lækjartorgi. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Var haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni að enn sé það forsenda að götumyndin haldi sér sem best, og að áhersla verði lögð á að Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild.

Samkeppnin verður að öllum líkindum haldin innan fárra vikna, en ekki hefur verið ákveðið hvort fimm til sex arkitektastofur verða valdar til að gera tillögur, líkt og borgaryfirvöld vilja, eða hvort opin samkeppni verður haldin líkt og Arkitektafélag Íslands hefur óskað eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert