Náttúruverndarsamtök skora á ríkisstjórnina að stöðva framkvæmdir

Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðarlega í Þjórsá: Hvammsvirkjun, …
Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðarlega í Þjórsá: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. mbl.is/RAX

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á ríkisstjórn Íslands að stöðva framkvæmdir og undirbúning virkjana í neðri hluta Þjórsár. Í ályktun samtakanna segir að ekkert heildarmat hafi verið gert á gildi né sérstöðu náttúru og landslags við neðri hluta Þjórsár, en ljóst sé að virkjunarframkvæmdir þar munu hafa mikil áhrif og valda tjóni.

„Eyjar, fossar og lífríki árinnar er í hættu, verði af þessum framkvæmdum, sem mikil andstaða er við meðal almennings," segir ennfremur í ályktuninni.

Samtökin segja það sæta furðu að Landsvirkjun skuli hafa tekið tilboði um hönnun, ráðgjöf og aðstoð þriggja fyrirtækja á framkvæmdatíma virkjananna. Og að það hafi verið gert þótt enn sé ósamið við landeigendur á svæðinu, þótt framkvæmdaleyfi sé ófengið, þótt virkjanir séu ekki komnar inn á skipulag allra sveitarfélaganna.

Náttúruverndarsamtökin skora á stjórnvöld að verja Þjórsá gegn frekari ágangi og eyðileggingu alla leið úr Þjórsárverum og niður til sjávar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert